Reykjanesbær - Lágmói 9

Reykjanesbær - Lágmói 9
Reykjanesbær - Lágmói 9
Flokkur:
Verð:
65.200.000
ISK.

Fasteignasala Reykjaness ehf. auglýsir til sölu Lágmóa 9 í Reykjanesbæ, um er að ræða 234,2 m² raðhús að meðtöldum 33,8 m² bílskúr. Glæsileg og vel með farin eign á eftirsóttum stað í bæjarfélaginu.

Nánari lýsing: Komið inn í lítið anddyri, á hægri hönd er gengið inn stuttan gang, þar strax á hægri hönd er lítið salerni, áfram inn ganginn er komið inn í þvottahús með hvítum innréttingum. Þvert á þennan gang er annar gangvegur með aðrar útidyr á hægri hönd og stórt herbergi á vinstri hönd, í þessum gangi er stór fataskápur. Beint inn úr anddyrinu er stigið inn í sjálfa íbúðina, þar á vinstri hönd er stórt eldhús með fallegum innréttingum og granít á borðum, inn af eldhúsinu er stór sólstofa. Á hægri hönd er stölluð stofa sem annarsvegar skiptist í sjónvarpsrými á efri palli og neðar er sjálf stofan, stór arinn aðskilur eldhúsið og sjónvarpsrýmið. Gengið upp opinn stiga á efri hæðina, þar eru tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi með baðkari og sturtu. Á gólfum í stofum, holi og herbergjum á efri hæð er eikarparket, grátt granít á gólfum eldhúss, sólstofu, herbergi neðri hæðar og eins og fyrr segir á eldhúsbekkjum. Dúkur á þvottahúsgólfi og flísar á baðherbergi og salerni. Gengið inn í bílskúr utanfrá til hægri við aðalinngang. Baklóðin er lítil með góðum sólpalli og er hún girt háu tvöföldu grindverki, gengið út á baklóðina bæði um stofuna og sólskalann. Veggurinn á milli herbergis neðri hæðar og sólstofu er á púðum og einfalt að taka hann niður og þar með hafa þetta sem eitt rými.

Fasteignasala Reykjaness ehf. verður með opið hús að Lágmóa 9 þann 13. janúar n.k. frá kl. 17.00 - 17.30. Vinsamlegast hafið með ykkur eigin grímur.

Smellið á þennan hlekk fyrir nánari upplýsingar.