Fyrirtæki

Flatbökustaður í Keflavík
Flokkur:

Flatbökustaður á Hafnargötunni í Keflavík.

Af sérstökum ástæðum er til sölu rekstur flatbökustaðs sem staðsettur er að Hafnargötu 18 í Keflavík. Um er að ræða nánast fullfrágenginn rekstur í u.þ.b. 175 m² leiguhúsnæði. Stórt eldhús, bar/afgreiðsla, borðsalur fyrir 25-30 mans og lítill biðsalur fyrir þá sem eru að sækja. Lokahnykkurinn einn er eftir svo hægt sé að opna fyrir væntanlega viðskiptavini. Kjörið tækifæri fyrir drífandi aðila með drauma um eigin matsölustað.

Verð:
Tilboð
Fyrirtæki í matvælaiðnaði
Flokkur:

Til sölu Viking sjávarfang ehf. 

Fyrirtækið er staðsett í eigin húsnæði að Staðarsundi í Grindavík. Fyrirtækið er með eina 15 vöruflokka í bollum og buffum, þá aðallega fiskmeti. Mikið hefur verið lagt í vöruþróun undanfarin á og státar reksturinn nú af mörgum vinsælum vöruflokkum, m.a. indverskar grænmetisbollur og buff (4 vöruflokkar), sætabuff(4 vöruflokkar), chilibuff(4 vöruflokkar) og fiskibollur og fiskiklattar. Allt er þetta á eggja, mjólkur og hveitis. Allt grænmeti er vegan. Viðskiptavinir eru m.a. stóreldhús, heildsalar og verslanir. Miklir möguleikar fyrir drífandi aðila með áhuga á eldamennsku. 

Verð:
75.000.000
ISK.