Til sölu þessi 10,40 metra Sómi. Áður sómi 860, lengdur á Siglufirði fyrir um 2 mánuðum.
Skipaskrárnr. | 7417 |
Kvótakerfi | Krókaaflamarksbátar |
Brúttótonn | 5,86 |
Arney HU er 17,33 brt., smíðaður 2005 hjá Mótun. Árið 2016 var skipt um vél, gír og hliðarskrúfu. Þá var einnig sett á bátinn perustefni. ATH! Nýtt haffærisskýrteini gefið út 14. desember 2021 og gildir það til 5. október 2022.
Skipaskrárnr. | 2664 |
Kvótakerfi | Krókaaflamarksbátar |
Brúttótonn | 17,33 |
Til sölu þessi 27,39 brt. bátur. Var upphaflega smíðaður sem rannsóknarskip fyrir Kanada. Báturinn hefur fengið úthlutað skipaskrárnúmerinu 2950. Búið er að mæla hann allan upp og verið er að teikna bátinn svo hann fái endanlega skráningu hér á landi. Báturinn er í Njarðvíkurslipp þar sem áhugasamir geta skoðað hann betur.
Skipaskrárnr. | 2950 |
Kvótakerfi | Núll flokkur |
Brúttótonn | 27,39 |
Til sölu tæplega 150 m² skrifstofuhúsnæði að Víkurbraut 27, á besta stað í Grindavík. Um er að ræða glæsilega skrifstofuaðstöðu sem samanstendur af móttöku, þremur rúmgóðum skrifstofum, fundarherbergi, eldhúsi, tveimur salernum sem og geymslu/tæknirými. Næg bílastæði fylgja og þægileg aðkoma. Eignahlutinn var endurnýjaður innanvert að öllu leyti fyrir einum 10 árum. Þakið endurnýjað fyrir 5-6 árum. Fyrirliggur ákvörðun eigenda að klæða bakhlið hússins með báruáli. Húsgögn öll geta fylgt með við sölu. Eignin er á leigulóð sem mjög stór eða um 1.112 m². Tveir stjórnmálaflokkar eru einnig með starfssemi sína í húsinu þannig að ekki er mikið truflun af annarri starfssemi. Þessi eignarhluti er um 50 % eigninni. Starfandi húsfélag, gjöld þessa eignarhluta um 12.500 kr./mán.
Smellið á þennan hlekk fyrir nánari upplýsingar:
Til sölu Viking sjávarfang ehf.
Fyrirtækið er staðsett í eigin húsnæði að Staðarsundi í Grindavík. Fyrirtækið er með eina 15 vöruflokka í bollum og buffum, þá aðallega fiskmeti. Mikið hefur verið lagt í vöruþróun undanfarin á og státar reksturinn nú af mörgum vinsælum vöruflokkum, m.a. indverskar grænmetisbollur og buff (4 vöruflokkar), sætabuff(4 vöruflokkar), chilibuff(4 vöruflokkar) og fiskibollur og fiskiklattar. Allt er þetta á eggja, mjólkur og hveitis. Allt grænmeti er vegan. Viðskiptavinir eru m.a. stóreldhús, heildsalar og verslanir. Miklir möguleikar fyrir drífandi aðila með áhuga á eldamennsku.