Línu og færa báturinn Austfirðingur 2640. Smíðaður í Hafnarfirði 2004. báturinn er vel búinn til línuveiða og settur upp miðað við að dregið sé í gegnum uppstokkara en lína yfirfarin í landi og lagt í gegnum beitningarvél (handymag kerfi). Einnig er til rekkakerfi í bátinn. Báturinn sem er skráður í krókaaflamarkskerfið og selst án allra veiðiheimilda.
Lúgur sem auðvelt er að fjarlægja eru á stjórnborðssíðu bátsins og því auðvelt að skipta yfir á færi.
Vél er Caterpillar skráð 254 KW og var skipt um vél í bátnum fyrir um 4 árum síðan og hún keyrð um 6000 tíma síðan.
Öll helstu siglingatæki eru í bátnum: Siglingatölva, radar, dýptarmælir, sjálfstýring talstöð ofl. Mjög nýleg og öflug Kabola miðstöð sem sett var í bátinn fyrir stuttu síðan. Nýlegar lúgur á yfirbyggingu.
Bógskrúfa, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, háþrýstidæla ofl.
| Skipaskrárnr. | 2640 |
| Kvótakerfi | Krókaaflamarksbátar |
| Tegund | Víkingur |
| Smíðastöð | Bátagerðin Samtak ehf. |
| Smíðaár | 2004 |
| Efni í bol | Plast |
| Brúttórúmlestir | 11,29 |
| Brúttótonn | 14,9 |
| Vél | Caterpillar |
| Orka | 254 kw. |
| L:O:A | 11,35; 3,73; 1,46 |
| Dýptamælir | Já |
| Sjálfstýring | Já |
| GPS | Já |
| Plotter | Já |
| Radar | Já |
| Sími | Já |
| Talstöð | Já |
| AIS | Já |
| Siglingatölva | Já |
| Netaspil | Nei |
| Netaniðurleggjari | Nei |
| Línuspil | Já |
| Línurenna | Já |
| Handfærarúllur | Nei |