Sæli BA-333
Sæli BA-333
Framleiðandi:
Cleopatra
Verð:
Tilboð
ISK.

Til sölu Cleopatra 38 árgerð 2006. 

Vél Volvo Penta D12 715ho (19.500 klst), gír ZF325 IV árgerð 2006, bógskrúfa að framan, flapsar, Viking björgunarbúnaður, leitarljós, slökkvikerfi í vélarrúmi. Ljósavél KOHLER 19 kw 2013 (7000 tímar), krapavél T3 Kæling ehf., 420 l  á klst. af krapa -2,3 C° m.v. 5 C° heitan sjó.

24w rafmagnstafla fyrir fimm handfærarúllur.

Búnaður á dekki, línuspil og færaspil frá Sjóvélum, lagningsrenna og blóðgunarkassi með lyftubotni frá Stálorku.

Tæki í brú dýptarmælir FCV-1100L frá Furuno, 24 mílna radar frá Furuno, myndavél í vélarrúmi, Furuno Navpilot 511 sjálfstýring, AIS class A Furuno, bógskrúfa og -stýring frá Furuno, siglingatölva frá Maxsea timezero, Furuno SC501 gervihnatta gps kompás, Sailor talstöð VHFDSC, router/internet,  GSM sími og útvarp.

Íbúðir; kojur fyrir þrjá, vaskur, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, sjónvarp, DVD.

Landtenging, rafmagnsofn í vélarrúmi og brú.  Þrjár vatnsmiðstöðvar af vél, lúkar, brú og gluggar.

Skráð lengd 11,38m, mesta lengd 12,35 m, breidd 3,73m, dýpt 1,44m, brúttótonn 14,97.

Báturinn afhendist með 120 línubjóðum, ílátum, baujum, belgjum, færum og drekum. Báturinn afhendist nýskoðaður með athugasemda lausu haffærniskírteini.

 

 

Skipaskrárnr. 2694
Kvótakerfi Krókaaflamarksbátar
Tegund Cleopatra
Smíðastöð Trefjar hf. Hafnarfirði
Smíðaár 2006
Efni í bol Plast
Brúttótonn 14,97
Vél Volvo Penta D12, árgerð 2006
Orka 715 hö.
L:O:A 11,38; 3,73; 1,44
Dýptamælir
Sjálfstýring
GPS
Plotter
Radar
Sími
Talstöð
AIS
Siglingatölva
Línuspil
Línurenna