Til sölu þessi Cleopatra 33, árgerð 1997. Vélin er Perkins, um 2-3 ára, keyrð 1.700 klst. Rafmagn í brú mikið endurnýjað. Nýr ZF 85 gír.
Vel útbúinn dragnóta-, neta- og snurvoðabátur. 1.200 faðmar af 30 m.m tóg á spilum. Báturinn er vel búinn öllum helstu siglinga- og fiskleitartækjum. Mekanord skiptiskrúfugír, tekin upp 2013. Tvær 2,5 " sjó- og lensidælur, báðar teknar upp og keramikhúðaðar, önnur 2013 og hin 2014. Góður krani á dekki sem var tekinn upp 2014 og aftur veturinn 2016.
Til sölu þessi tæplega 15 m. línubeitningabátur sem staðsettur er í Noregi.
Vel með farinn tæplega 13 brt. Mótunarbátur, staðsettur í slippnum í Njarðvík.
Til sölu þessi Cleopatra 38, 14,98 brt. árgerð 2005. Báturinn er staðsettur í slippnum í Njarðvík.
Góður og vel með farinn bátur. Smíðaður 31, ekki lengdur 28. Báturinn er allur nýlega skveraður, dekkið slípað upp og málað sem og lestarbotn.
Góður SV-bátur, smíðaður hjá Ástráði Guðmundssyni á Stokkseyri. Vélin er nýlega uppgerð frá grunni.
Til sölu þessi 27,39 brt. bátur. Var upphaflega smíðaður sem rannsóknarskip fyrir Kanada. Báturinn hefur fengið úthlutað skipaskrárnúmerinu 2950. Búið er að mæla hann allan upp og verið er að teikna bátinn svo hann fái endanlega skráningu hér á landi. Báturinn er í Njarðvíkurslipp þar sem áhugasamir geta skoðað hann betur.
Kvótamarkaðurinn ehf. er löggilt fasteigna- skipa- og fyrirtækjaasala sem uppfyllir allar lagakröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi.
Það hefur verið og mun áfram vera markmið félagsins að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Í þeim tilgangi er stöðugt vakað yfir því að uppfæra heimasíðu okkar með reglulegum hætti þannig að þær upplýsingar sem þar er að finna séu ávalt sem réttastar og áreiðanlegar